Sveitarfélagið Ölfus mun standa fyrir íþróttanámskeiði fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 6-10 ára.
Á námskeiðinu munu börnin kynnast ýmsum íþróttagreinum s.s. körfubolta, fótbolta, fimleikum, badminton o.fl. Unnið verður með þjálfun grófhreyfinga, samhæfingu og samskiptahæfni. Aðalmarkmið námskeiðsins er að börnin njóti og upplifi sigra.
Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu á mánudögum kl. 14:00-14:45. Námskeiði hefst 13. febrúar og er í 12 skipti.
Gjald fyrir hvern iðkanda er kr. 20.000 og fer skráning fram á Sportabler en þar er einnig hægt að nýta frístundastyrkinn www.sportabler.com/shop/olfus.
Þjálfarar eru Hófí og Elsa Jóna
elsajona@olfus.is fyrir frekari upplýsingar.