Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins var haldið í gær. Sigurvegarinn í ár heitir Diljá Pétursdóttir og mun hún verða fulltrúi Íslands í Eurovision í Liverpool í maí með lag sitt Power.
Rockabillytöffararnir í Langa Sela og Skuggunum hrepptu annað sætið með lagið OK eftir spennandi bráðabana. Gaman er að segja frá því að bassaleikarinn í LSS er Þorlákshafnarbúinn Jón Þorleifur Steinþórsson eða Jón Skuggi eins og hann er gjarnan kallaður. Hann hefur verið virkur í tónlistarlífi bæjarins síðan hann flutti hingað fyrir sex árum og er ein aðalsprauta Hljómlistafélags Ölfuss og einn fremsti hljóðmaður landsins.
Hafnarfréttir óska Langa Sela og Skuggunum til hamingju með góðan árangur í keppninni og telst það fullvíst að OK muni lifa áfram með þjóðinni og prýða marga spilunarlista um ókomna tíð. OK!