Fimm í röð hjá Þórsurum

Þórsarar halda sigurgöngu sinni áfram og unnu ÍR í Icelandic Glacial höllinni í gærkvöld. Er þetta fimmti sigur Þórsara í röð og möguleikarnir á að komast í úrslitakeppnina verða sífellt betri.

Þórsarar voru undir í hálfleik 43-47 og eftir æsispennandi endasprett fór svo að Þórsarar unnu með 91 stigi gegn 87 stigum ÍR.

Atkvæðamestir í liði Þórsara voru þeir Vincent Shahid með 28 stig, Jordan Semple með 20 stig og Styrmir Snær Þrastarson með 17 stig.

Þór er nú í 8. sæti Subway deildarinnar með 16 stig. Næsti leikur er gegn Njarðvík fimmtudaginn 9. mars. Njarðvík er í 2. sæti deildarinnar.