Héraðsmót HSK í skák fór fram mánudaginn 4. desember á Selfossi. Fimm sveitir tóku þátt en um er að ræða sveitakeppni þar sem hvert lið er skipað fjórum skákmönnum.
Þór Þorlákshöfn varð HSK meistari og varði þannig titilinn frá því í fyrra. Hlaut sveitin 12 1/2 vinning. Í öðru sæti varð sveit Dímons með 10 vinninga og Selfoss í þriðja sæti með 8 vinninga.
Sveitina skipa Magnús Garðarsson, Sverrir Unnarsson, Erlingur Jensson og Ingvar Örn Birgisson.