Arna Dögg og Lærisveinarnir á Heima Bistró

Hljómlistafélag Ölfuss hefur staðið fyrir jólatónleikaröð á Heima Bistró í desember. Nú er komið að síðustu tónleikunum fyrir þessi jól og eru það Arna Dögg og Lærisveinarnir sem koma þar fram. Þau ætla að leika fyrir gesti hina ýmsu jólasmelli og halda uppi góðri stemningu.  Í hljómsveitinni eru þeir Gestur Áskelsson, Róbert Dan, Hemmi og Halldór Sævar. Sem fyrr er miðaverð 3500 og miðasala á tix.is, sem hefst miðvikudaginn 13. des. 

Góður rómur hefur verið gerður að þeim tónleikum sem Hljómlistafélagið hefur haldið síðustu laugardaga og alveg tilvalið að skella sér á pöbbann í heimabyggð til að koma sér í gírinn fyrir jólin.

Takmarkað sætaframboð svo tryggið ykkur miða sem fyrst.