Hið árlega golfmót til minningar um Gunnar Jón Guðmundsson var haldið á Þorláksvelli 18.ágúst sl.
Minningarmótið er haldið árlega og rennur allur ágóði af mótinu í Minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Sveitarfélaginu Ölfus ásamt öðru forvarnarstarfi í leik- og grunnskólum á svæðinu.
Mjög góð þátttaka var í mótinu og komust færri að en vildu. Alls tóku 80 kylfingar þátt og skemmtu sér vel á flottum golfvellinum. Í mótslok var boðið uppá hamborgara frá 2Guys. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins ásamt því að dregnir voru út fjölmargir vinningar úr skorkortum.
Sigurvegarar mótsins í ár voru félagarnir Hallgrímur Þór Axelsson og Karl Fannar Gunnarsson en þeir spiluðu völlinn á 63 höggum nettó. Óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins:
- The Chip in Dale´s – 63 högg nettó
- Guðmundsson/Ragnarsson – 66 högg nettó
- Magnússon x 2 – 67 högg nettó
Næst holu á 2. braut Elís Rúnar Elísson 1,35 m (vann á hlutkesti)
Matthías Orri Elíasson 1,35 m
Næst holu á 5. braut Petrún Björg Jónsdóttir 4,04 m
Næst holu á 10. braut Arnar Freyr Reynisson 2,28 m
Næst holu á 12. braut Ingvar Jónsson 3,49 m
Næst holu á 15. braut Petrún Björg Jónsdóttir 0,32 m
Hallgrímur Þór Axelsson og Karl Fannar Gunnarsson, sigurvegarar mótsins.
Við setningu mótsins í ár var sameiginlegu körfuboltaliði Hamars / Þórs í meistaraflokk kvenna veittur styrkur úr Minningarsjóði Gunnars Jóns upp á 1 milljón króna. Stjórn Minningarsjóðs Gunnars Jóns ákvað að veita liðinu styrk fyrir frábæran árangur á liðnu tímabili þar sem stelpurnar gerður sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Óskum við stelpunum í Hamar / Þór til hamingjum með góðan árangur.
Helga María Janusdóttir og Gígja Rut Gautadóttir, leikmenn meistaraflokks Hamars – Þórs, tóku við styrknum.
Minningarsjóður Gunnars Jóns Guðmundssonar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra styrktaraðila mótsins sem og allra þátttakenda fyrir stuðninginn við mótið.
f.h. Minningarsjóðs Gunnars Jóns
Guðmundur Baldursson