Á seinasta fundi ungmennaráðs Ölfuss var rætt um ungmennagarð líkt og verið er að útbúa í Grindavík um þessar mundir. Við hjá Hafnarfréttum höfðum samband Sesselíu Dan Róbertsdóttur, ritara ungmennaráðs, til að fá upplýsingar um hvort ungmennaráð ætli að leggja áherslu á að slíkur garður sé útbúinn.
„Það er ekkert ákveðið en þetta er áhugavert verkefni sem við viljum skoða og ef áhugi bæjarbúa er mikill eru meiri líkur á að garðurinn verði að veruleika“ sagði Sesselía í viðtali við Hafnarfréttir.
En hvað er ungmennagarður og hverjum er hann ætlaður?
Við teljum að ungmennagarðurinn muni nýtast öllum bæjarbúum, ungum sem öldnum. Garðurinn mun stuðla að aukinni útiveru, hreyfingu og samveru allt í senn og ætti engin að eiga í vandræðum með að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Hægt væri að halda ýmsa viðburði og þarna gætu hópar komið saman, fjölskyldur og vinir, og átt góðar stundir.
Að lokum vildi Sesselía benda ungu fólki á að hafa samband við ungmennaráð ef hugmyndir vakna varðandi garðinn eða almennt um málefni sveitarfélagsins. Ungmennaráðið getur þá tekið það fyrir og komið þeim hugmyndum á framfæri við bæjaryfirvöld.