Sofandi í bíl við Skarfaskersbryggju

logregla01Á föstudagsmorgun var tilkynnt um kyrrstæða bifreið við Skarfaskersbryggju í Þorlákshöfn þannig lagt að hún truflaði aðra umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Í bifreiðinni var karl og kona sem ekki tókst að vekja. Lögreglumenn fóru á staðinn. Í ljós kom að bifreiðinni hafði verið stolið og í henni voru hlutir sem grunur var um að væru stolnir.

Parið var handtekið og fært í fangageymslu og látið sofa úr sér vímu sem það var í. Við yfirheyrslu bar karlinn við minnisleysi en hann er grunaður um að hafa stolið bifreiðinni.