Rétt upp úr klukkan 19:00 á laugardag var brotist inn í Vínbúðina í Þorlákshöfn og þaðan stolið áfengi og skiptimynt. Öryggiskerfi verslunarinnar gerði viðvart um innbrotið og var verslunarstjórinn kominn á vettvang nokkrum mínútum síðar en þá voru þjófarnir á bak og burt.
Íbúi í nágrenni Vínbúðarinnar sá til tveggja eða þriggja manna á hlaupum suður Hjallabraut stuttu eftir að hafa heyrt í öryggiskerfinu. Þeir voru í dökkum fötum á að giska öðru hvoru megin við þrítugt. Þetta kemur fram á vefsíðu lögreglunnar.
Ef einhver býr yfir vísbendingum um þjófnaðinn þá er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við lögreglu í síma 444 2010.