8 liða úrslit Lengjubikars: Þór fær Tindastól í heimsókn

thor_2015Þórsarar fóru auðveldlega í gegnum riðlakeppnina í Lengjubikar karla í körfubolta en liðið vann þar alla sína leiki og endaði í fyrsta sæti A-riðils.

Í kvöld hefjast 8-liða úrslitin þegar Tindastóll mætir í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn. Tindastóll lenti í öðru sæti B-riðils á eftir FSu.

Leikurinn hefst kl. 19:15 en sigurliðið úr þessum leik kemst í undanúrslit keppninnar.