Vísbending, tímarit um efnahagsmál, hefur í mörg ár skoðað fjárhag sveitarfélaga og fundið þannig út hvaða sveitarfélag er „Draumasveitarfélagið“.
Sveitarfélögunum eru gefnar einkunnir, sem eru fyrst og fremst miðaðar við fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna. Útreikningar miðast við rekstartölur úr ársreikningum sveitarfélaganna árið 2014.
Sveitarfélagið Ölfus kemur ágætlega út í þessar úttekt og situr í 9. sæti listans og fer upp um þrjú sæti frá því árið á undan. Ölfus fær einkunnina 6,9 en hæsta einkunnin í ár var 9 og sú lægsta 3.
Seltjarnarnes var kjörið „draumasveitarfélagið“ í ár og hefur það sveitarfélag og Garðabær nánast alltaf verið tilnefnt sem „draumasveitarfélagið“. Ölfus hreppti hnossið þó einu sinni og það var árið 2002.