Ódýrustu sérbýlin á Suðurlandi er að finna í Þorlákshöfn en þetta kemur fram í skýrslu sem Íslandsbanki gaf út í fyrradag um íbúðamarkaðinn hér á landi. Í skýrslunni er að finna góðar upplýsingar um verð fasteigna og þróun þess fyrir hvern landshluta.
Ef fyrstu þrír fjórðungar ársins 2015 eru teknir saman á Suðurland þá má sjá að meðal fermetrinn seldist á rúmar 163 þúsund kr. er það um 23,1% hækkun frá því árið 2010.
Dýrustu fjölbýlin er að finna á Selfossi en þau ódýrustu á Höfn. Ef sérbýli eru hins vegar skoðuð þá sést að dýrustu sérbýlin á Suðurlandi er að finna í Hveragerði „en þar seldist fermetrinn í sérbýlum á 167 þús. kr. á árinu 2014. Ódýrustu sérbýlin eru í Þorlákshöfn þar sem fermetrinn seldist á 131 þús. kr.“
Mikill munur er því á íbúðaverði milli Hveragerðis og Þorlákshafnar þrátt fyrir stutta vegalengd þar á milli. Líklegt er að ein ástæðan fyrir þessum mun sé að mjög mikið framboð er á húsnæði í Þorlákshöfn á meðan skortur er á húsnæði í Hveragerði.
Nú er bara að hvetja vini og kunningja til að skoða íbúðir í Þorlákshöfn því hér er hægt að gera kosta kaup.
Skýrsluna í heild má nálgast hér.