Í kvöld gerðu Þórsarar sér ferð í nágrannasveitarfélagið Árborg til að spila körfuknattleik við FSu í Íþróttahúsinu Iðu. Gríðarleg spenna var fyrir þessum leik enda var allt Suðurlandið var undir.
Leikurinn var ansi jafn framan af og skiptust liðin á að leiða leikinn fyrstu þrjá leikhlutana og í lok þriðja leikhluta var staðan 63-64 fyrir Þór.
Það var svo í fjórða leikhluta sem hlutirnir fóru að gerast hjá Þórsurum með Vance Hall í broddi fylkingar. Þórsarar spiluðu frábærlega í þessum seinasta leikhluta og sigruðu leikinn 94-75.
Græni drekinn stóð svo sannarlega við stóru orðin og mættu drekarnir virkilega öflugir til leiks og studdu vel við bakið á okkar mönnum. Eftir leikinn fagnaði svo Græni drekinn með því að sprengja græna flugelda fyrir utan Iðu. Það er klárt mál að stuðningur drekans skipti mikli máli í þessum leik og treystum við á að Græni drekinn mæti jafn sterkur í næsta leik.