Ungt fólk nýtti síður kosningarétt sinn í rafrænuíbúakosningum sem haldnar voru í Ölfusi dagana 17. mars til 27. mars sl. í Ölfusi. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Karels Hannessonar, fulltrúa í ráðgjafarnefnd um rafrænar kosningar sem hann hélt á UT-deginum sem var haldinn í gær. Einnig kom fram að konur nýttu sér frekar kosningaréttinn heldur en karlar.
„Kjörsókn jókst eftir því sem fólk varð eldra. Þátttaka 16 til 17 ára var aðeins 19%, en eldri borgarar 76 ára og eldri létu til sín taka og í þeim aldurshópi var þátttakan 57%. Karlar í þeim hópi voru sérlega áhugasamir – 63% þeirra tóku þátt. Í öðrum aldurshópum voru konurnar duglegri við að taka þátt en karlarnir“ sagði Magnús Karel í erindi sínu á UT-deginum.
Fyrir fram var gert ráð fyrir að yngra fólk myndi frekar nýta sér tæknina og þennan „nýja rafræna möguleika og nota snjallsímana sína og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu.“ Það má þó velta fyrir sér hver kosningaþátttakan hefði verið hjá yngri aldurshópunum ef kosið hefði verið með gamla laginu.
Erindi Magnúsar Karels má nálgast á heimasíðu Samband íslenskra sveitarfélaga.