Auðveldur sigur Haukamanna í kvöld

IMG_20151106_214625Í kvöld mættust Þór Þorlákshöfn og Haukar úr Hafnarfirði í áttundu umferð í Dominos deild karla í Icelandic Glacial Höllinni. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með og var staðan í lok fyrsta leikhluta 18-18.

Eftir þetta gengu Haukar á lagið og tóku völdin á vellinum, voru grimmari í fráköst og settu hverja 3ja stiga körfuna af fætur annarri. Hálfleikstölur 38-45 Haukum í vil.

Seinni hálfleikurinn var alveg eins og annar leikhluti og Haukamenn bættu í og stungu Þórsara af og náðu mest 22 stiga forystu. Körfur féllu lítið með heimamönnum og áttu Þórsarar erfitt með sterkan varnarleik Haukamanna. Lokatölur í kvöld voru 70-88 fyrir Hauka. Atkvæðamestur í Þórs liðinu var Vance Hall með 19 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.