Í kvöld fer fram leikur Þórs og Hauka í Domino’s deildinni í körfubolta og fer hann fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.
Bæði lið eru með 8 stig í deildinn en þau töpuðu bæði sínum leikjum í síðustu umferð. Það er því ljóst að hart verður barist í kvöld.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og er fátt betra en að skella sér á völlinn þetta fína fimmtudagskvöld.