Þór gerði góða ferð í Reykjanesbæ í kvöld þegar liðið mætti Njarðvík í Ljónagryfjunni. Þór vann leikinn 75-90.
Heimamenn í Njarðvík byrjuðu leikinn betur en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 47-40 Njarðvík í vil.
Þórsarar voru feiknar sterkir í þriðja leikhluta og skoruðu þar heimamenn einungis 14 stig á móti 29 stigum Þórs og því staðan 61-69 Þór í vil fyrir loka fjórðunginn.
Njarðvíkurmenn gerðu hvað þeir gátu í fjórða leikhluta en það dugði ekki til og 15 stiga sigur Þórsara staðreynd eftir æsispennandi leik.