Kristjana Stefáns og Svavar Knútur verða á Jólastund Tóna og Trix

tonarogtrix_gamlabio2015-2Tónar og Trix halda sína árlegu jólastund laugardaginn 12. desember og að þessu sinni fá þau til liðs við sig stórsöngkonuna Kristjönu Stefáns og hinn eina sanna Svavar Knút. Píanóleikur verður í höndum Tómasar Jónssonar

Eins og áður verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur í hléi og alveg einstaka kærleiksríka jólastund sem tilvalið er að eiga kristjana_svavar01með sínum nánustu. Hinn margumræddi Jóla-Andi hefur einnig boðað komu sína.

Miðaverð kr. 2000 (ath. enginn posi) og frítt fyrir 16 ára og yngri. Jólastundin verður sem áður segir í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn laugardaginn 12. desember kl. 14.00.