Allt lítur út fyrir að Herjólfur, okkar góði vinur, verði fastagestur í höfninni næstu mánuði og jafnvel fram á vor. Ástæðan er að dýpi í Landeyjarhöfn er einungis um 4 metrar en það þarf að vera 6 metrar svo Herjólfur geti siglt inn.
„Það er útlit fyrir að Herjólfur sigli á milli Þorlákshafnar og Eyja það sem eftir er vetrar“, sagði Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri Siglingasviðs Vegagerðarinnar í samtali við ruv.is. „En við munum auðvitað dýpka og sigla í Landeyjahöfn við réttar aðstæður. Til þess þurfum við að horfa fram á norðanátt eða stillt veður í að minnsta kosti viku“.
Fréttina í heild má nálgast á ruv.is.