Margir gerðu sér leið á ráðhústorgið í gær til að sjá þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu, bæði fullorðnir, börn og jólasveinar.
Skólakórinn söng nokkur lög við undirleik lúðrasveitarinnar, boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur, Kári Hafsteinsson forseti Kiwanis flutti stutt ávarp og jólasveinar mættu á svæðið til að dansa í kringum jólatréð.