Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að það er spáð mjög slæmu veðri. Björgunarsveitir minna fólk á að festa lausamuni, losa frá niðurföllum og hafa eldspýtur, kerti, vasaljós og rafhlöðuknúið útvarp við höndina, til að geta fylgst með fréttum af veðrinu, þótt það verði rafmagnslaust.
Tilkynningar:
- Búið er að loka Þrengslunum og Hellisheiðinni
- Íþróttamiðstöðin og sundlaugin lokar kl. 18:00
- HardCORE fellur niður í dag
- GottForm fellur niður í dag
- Félagsmiðstöðin Svítan verður lokuð í dag
- Skólastjórnendur hvetja foreldra og forráðamenn að sækja börn sem allra fyrst í skólann í dag
- Verslunin Kjarval lokar kl. 14:00 í dag
- Landsbankinn lokar klukkan 13:00 í dag
- Búið e r að fresta bingói hjá Félagi eldri borgara sem átti að vera í kvöld og verður í staðin á fimmtudaginn
- Búið er að aflýsa aðalfundi Bókabæjanna austanfjalls sem vera átti á Selfossi í dag.