Hreinsa allt af bryggj­un­um

höfnin2Báta­eig­end­ur á Suður­landi og höfuðborg­ar­svæðinu eru byrjaðir að huga að bát­um sín­um fyr­ir fár­viðrið sem spáð er í dag. Að sögn Guðmund­ar Þorkels­son­ar, hafn­sögu­manns í Þor­láks­höfn, eru menn nú að hreinsa allt af bryggj­un­um þar því veðrið sem spáð er sé með því ljót­ara sem sést hafi.

Veður­stof­an var­ar við ofsa­veðri eða fár­viðrið í dag og í kvöld, sér­stak­lega sunn­an­lands. Í Þor­láks­höfn búa menn sig und­ir veðrið eft­ir bestu getu og ekki í fyrsta skipti því und­an­far­in vika hef­ur verið storma­söm.

„Við erum að hreinsa allt af bryggj­un­um, öll kör og allt sam­an. Við ger­um bara ráð fyr­ir hinu versta, hvort sem spá­in geng­ur eft­ir eða ekki. Flestall­ir voru nú með bát­ana vel bundna því það er búin að vera það slæm spá í kort­un­um núna síðustu daga. Menn eru nú samt að koma til ör­ygg­is, fara yfir þetta og bæta ennþá bet­ur á bönd­um út af því að þetta er svona með því ljót­ara sem við höf­um séð og verður verst hérna ekki langt frá okk­ur sam­kvæmt kort­inu,“ sagði Guðmund­ur í samtali  við mbl.is.

Nán­ast all­ir bát­ar hafa legið í höfn­inni í heila viku vegna veðurs. Hafn­sögumaður­inn seg­ir að tveir minni bát­ar hafi farið út til veiða seint í gær­kvöldi og landað í morg­un, ann­ars hafi menn legið við bryggju. Óveðrin sem gengu yfir í síðustu viku hafi þó ekki valdið nein­um skemmd­um í höfn­inni.

Fréttina má  finna í heild á mbl.is.