Viltu starfa með Golfklúbbi Þorlákshafnar?

Hefur þú áhuga á að starfa í líflegu umhverfi, þar sem eru mikil samskipti og fjölbreytt verkefni? Ef svo er, þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Golfklúbbur Þorlákshafnar leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að halda utan um rekstur golfskálans á Þorláksvelli. Um er að ræða tímabundið starf til 5 mánaða, frá 15.apríl 2024 – 15.september 2024. Starfið heyrir undir rekstrarstjóra Golfklúbbs Þorlákshafnar.

Vinnutíminn er breytilegur alla daga vikunnar og í samráði við Golfklúbb Þorklákshafnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hafa umsjón með opnunartíma og rekstri golfskálans
  • Ráða starfsfólk í golfskálann og raða niður á vaktaplan
  • Hafa umsjón með innkaupum, móttöku vöru og frágangi á vörum ásamt vörusölu
  • Fylgjast með rástímaskráningu og taka við flatargjöldum.
  • Önnur tilfallandi störf í golfskálanum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • 20 ára aldurstakmark

Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðmundur Baldursson rekstrarstjóri GÞ í tölvupósti golfthor@simnet.is.

Laun eru skv. kjarasamningi VR.