Föstudaginn 29. janúar mun Sveitarfélagið Ölfus keppa á móti Kópavogsbæ í annarri umferð spurningakeppninnar Útsvar, sem Ríkisútvarpið stendur fyrir.
Lið Ölfuss er óbreytt frá seinustu keppni þegar liðið sló Hveragerðisbæ út en í liðinu eru þau Árný Leifsdóttir, Ágústa Ragnarsdóttir og Hannes Stefánsson.
Ölfus á einnig fulltrúa í liði Kópavogsbæjar en í þeirra liði er Rannveig Jónsdóttir sem er fædd og uppalin í Þorlákshöfn, dóttir Jón H. Sigurmundssonar aðstoðarskólastjóra og Ástu Júlíu Jónsdóttur.