Gerði vefsíðu með tölfræði meistaraflokks Ægis frá upphafi

axelorn01Þorlákshafnarbúinn Axel Örn Sæmundsson hefur undanfarna mánuði unnið að vef þar sem hann tekur fyrir alla tölfræðiþætti meistaraflokks knattspyrnuliðs Ægis allt frá upphafi félagsins.

„Ég gerði þessa síðu einfaldlega af áhuganum einum saman og vildi að félagið gæti varðveitt þessar upplýsingar,“ segir Axel Örn aðspurður út í nýja tölfræðivefinn sem hann var að setja í loftið.

Á þessum flotta vef er hægt að glöggva í margar áhugaverðar upplýsingar. Þar má finna leikjahæstu menn, markahæstu menn, árangur þjálfara, sigra og töp og merkismörk svo fátt eitt sé nefnt.

Hægt er að skoða vefsíðuna á aegirstat.wordpress.com eða með því að smella hér. Axel tekur fram að ef fólk er með athugasemdir eða vill spyrja út í eitthvað varðandi vefinn þá er velkomið að hafa samband við hann.