Jón Guðni með glæsilegt mark – myndband

Mynd: IFK Norrköping
Mynd: IFK Norrköping

Jón Guðni Fjóluson skoraði glæsilegt mark fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið lagði Kalmar 4-1 í öðrum leik tímabilsins í Svíþjóð.

Mark Jóns Guðna kom eftir hornspyrnu en hann stökk manna hæst í teignum og skallaði boltann í bláhornið, óverjandi fyrir markmann Kalmar.

Myndband af marki Jóns Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.