Hafnardagar að hefjast

Frá Hafnardögum í fyrra
Frá Hafnardögum í fyrra

Nú er komið að þeirri helgi sem bæjarbúar hafa beðið eftir óþreyjufullir í langan tíma.

Hafnardagar eru að hefjast með allri sinni dýrð. Setningarathöfn Hafnardaga verður  á morgun fimmtudaginn 30.maí klukkan 20:00 í Ráðhúsi Ölfuss þar sem meðal annars verða menningarverðlaun Ölfuss veitt. Í kvöld frá klukkan 19-21 verður svaka sundlaugarpartý fyrir krakka 10-13 ára, þar sem farið verður í alls kyns leiki og almennt fjör.

Hægt er að sjá dagskrá Hafnardaga í heild sinni á hafnardagar.is og er ekki annað hægt að segja en að hún líti mjög vel út þetta árið. Það er Róbert Karl Ingimundarson sem er framkvæmdastjóri Hafnardaga 2013.

Útvarp Hafnardagar verður svo á sínum stað alla helgina og byrjar það í dag klukkan 8. Þar verður hægt að fá hátíðina beint í æð og koma sér strax í gír fyrir helgina. Útvarpsstjórar í ár eru þau Andri Snær Ágústsson og Magnþóra Kristjánsdóttir. Verið stillt inná FM 106,1 alla vikuna.

Hægt er að hlusta á Útvarp Hafnardaga á netinu með því að smella á borðann efst á síðunni.