Tveir nýjir leikmenn gengnir til liðs við Þór

ragginat01
Ragnar Nathanaelsson

Þórsarar hafa fengið til liðs við sig tvo nýja leikmenn fyrir komandi keppnistímabil í körfubolta.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Tómas Heiðar Tómasson 21 árs leikstjórnandi frá Fjölni og Ragnar Ágúst Nathanaelsson 21 árs miðherji kemur frá vinum okkar í Hamar. Það má með sanni segja að þetta séu „stór“ tíðindi því ekki eru þetta einungis frábærir leikmenn, heldur er Ragnar einnig næststærsti maður landsins eða um 218 cm að hæð. Það verður gaman að fylgjast með þessum drengjum á vellinum næsta haust með Þórs liðinu.