DBS í Versölum á fimmtudaginn

djassband-8Djassband Suðurlands verða með tónleika á fimmtudaginn í Versölum á Hafnardögum. Hljómsveitin mun spila þekkta stuð tónlist í Soul og Motown sveiflu.

Meðlimir DBS eru Stebbi Þorleifs, Robbi Dan, Stefán Ingimar, Bessi, Kristín Arna, Árni og Bryndís. Með þeim á þessum tónleikum munu síðan frændurnir og nafnarnir, Jón Óskar og Jón Óskar, leika með þeim á trompet og básúnu.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og kostar 1.500 krónur inn.