Síðasti heimaleikur tímabilsins hjá Ægi

Arilíus
Skorar Alli aftur gegn Njarðvík?

Ægir fær Njarðvík í heimsókn, laugardaginn 14.september klukkan 14 á Þorlákshafnarvelli.

Leikurinn er liður í næstsíðustu umferð íslandsmótsins í 2.deild og jafnframt síðasti heimaleikur tímabilsins.

Eins og kunnugt er, þá björguðu strákarnir sér frá falli í síðustu umferð með frábærum sigri á toppliði HK og geta því farið pressulausir inn í leikinn á morgun.

Fyrri leikur liðanna er fór fram í Njarðvík lauk með sætum sigri Ægis 1-2, þar sem reynsluboltarnir Eyþór Guðnason og Arilíus Marteinsson sáu um markaskorunina og þar að auki eina mark þeirra til þessa á tímabilinu. Það er aldrei að vita nema þeir félagar verði aftur á skotskónum gegn Njarðvík.

Það má alveg búast við hörkuleik gegn Suðurnesjapiltum, en innan þeirra raða er meðal annars Guðmundur Steinarsson, sem gegndi fyrirliðastöðu Keflavíkur liðsins til margra ára.

Það er líklegt að um opin og skemmtilegan leik verði að ræða þar sem bæði lið sigla lygnan sjó í deildinni. Fyrir leikinn er Njarðvík í 7.sæti með 27 stig og okkar menn í Ægi eru með 23 stig í 10.sæti.

Styðjum okkar menn til sigurs í síðasta heimaleiknum.

Áfram Ægir!