Heimsþekktur sælkerakokkur á Hendur í höfn

image00392
Nicholas Vahe

Á morgun, miðvikudag, verður haldin sælkerastund á Hendur í höfn kaffihúsinu í Þorlákshöfn frá klukkan 17-19. Heimsþekktur kokkur að nafni Nicholas Vahe mun heiðra gesti með nærveru sinni og kynna það sem hann er að gera og mun gefa gestum að smakka.

Nicolas Vahe hefur getið sér gott orð fyrir sína einstöku hæfileika sem kokkur. Hann byrjaði mjög ungur að starfa sem slíkur og aðeins 18 ára gamall var hann útskrifaður og farinn geta sér gott orð fyrir sína sérstöðu í matargerð, bakstri og súkkulaðigerð. Hann hefur starfað á mörgum af þekktustu veitingahúsum í Danmörku og Frakklandi, þar sem hann hefur haft það að leiðarljósi að notast við hráefni úr nánasta umhverfi og færa hefðbundnar uppskriftir í nútímalegri útfærslur. Vegna ástríður sinnar fyrir matargerð hóf hann framleiðslu á lífsstílstengdri matvöru árið 2007 þar sem hann leggur mikla áherslu á að gæði og gott bragð fari saman.

Þetta er viðburður sem enginn sælkeri ætti að láta fram hjá sér fara