Þór með fjóra sigra í röð

valsmot2012-53
Emil Karel er kominn til baka eftir meiðsli.

Þórsarar lögðu lið KFÍ að velli í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Lokatölur leiksins voru 108-90 heimamönnum í vil.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á forystu og fór munurinn aldrei yfir fimm stig. Liðin gengu til búningsklefa hnífjöfn að stigum, 47-47.

Í síðari hálfleik hrukku Þórsarar í gang og náðu mest átján stiga forystu í þriðja leikhluta. Staðan eftir þriðja var, 77-61. Í upphafi fjórða leikhluta bitu Ísfirðingar aðeins frá sér og minnkuðu muninn í 9 stig en þá komu heimamenn tvíefldir til baka unnu sannfærandi sigur 108-90.

Lið Þórs vann báða leiki helgarinnar og hefur liðið unnið fjóra leiki í röð í Dominos deildinni. Gaman er að sjá Emil Karel aftur í búning eftir meiðsli en hann á án efa eftir að styrkja Þórs liðið mikið það sem eftir lifir tímabils.

Stigaskor Þórs: Mike Cook 33/5 fráköst, Nemanja Sovic 22/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 10/12 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Atli Björnsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 2.

Þórsarar mæta Stjörnunni úr Garðabæ á fimmtudaginn 16.janúar í Ásgarði í Garðabæ kl 19:15.