Mannstu gamla daga með Tónum og Trix

tonarogtrix-22Þriðjudagskvöldið 27. maí munu Tónar og Trix bjóða upp á huggulega stemningu þar sem tónleikagestum gefst tækifæri á að lygna aftur augunum og láta sig dreyma um gömlu góðu dagana þegar vornæturfriður fyllir bæinn í rökkurró.

Á tónleikunum munu koma fram ásamt Tónum og Trix skólakórar Grunnskólans í Þorlákshöfn og um hljóðfæraleik sjá Tómas Jónsson sem mun leika á flygilinn, Sölvi Viggóson Dýrfjörð sem leikur á fiðlu og Ása Berglind mun blása í trompet.

Frjálsíþróttadeild Þórs mun sjá um að tónleikagestir geti haft það virkilega notalegt með því að bjóða upp á kaffisölu og sopinn verður extra góður vitandi að hann styrkir þá flottu krakka sem þar æfa.

Tónleikarnir, sem eru hluti af dagskrá Hafnardaga, verða í Ráðhúsi Ölfuss og hefjast kl. 20.00. Miðaverð fyrir 12 ára og eldri er kr. 1.500.-