Framboðsfundur allra framboða í Versölum

ráðhúsið2Framboðsfundur með öllum framboðum í Ölfusi fyrir sveitarstjórnakosningarnar um næstu helgi fer fram í kvöld klukkan 20:00 í Versölum.

Þarna geta bæjarbúar kynnt sér allt það sem flokkarnir í Ölfusi hafa upp á að bjóða fyrir kosningar. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á Suðurland FM 96,3.