Áskorun Benedikts – Dagur 10

stukan-22Kostir Þorlákshafnar (10/10)

Í Þorlákshöfn er mikið íþróttalíf og aðstæður eru góðar. Hægt er að æfa fimleika, hnyt, frjálsar íþróttir, knattspyrnu og körfuknattleik. Mikil samfella er á milli skólans og íþróttanna þar sem krakkarnir æfa snemma á daginn. Börn eru send úr frístund á æfingar og þjálfarar sækja síðan krakkana á leikskólann. Þetta er þvílíkur lúxus fyrir fjölskyldur.

benni01Aðstaðan er mjög góð og til stendur að bæta hana enn frekar með þarfir fimleika í huga. Fyrir er frábær aðstaða úti þar sem það er ný tartan braut, keppnisvöllur í fótbolta með nýrri stúku sem t.d. A-landsliðið nýtti sér fyrir skömmu, æfingasvæði fyrir fótbolta, gervigrasvöllur og úti körfuboltavöllur með tartan undirlagi. Allt á sama svæðinu.

Inni er síðan hægt að gera vel við sig. Tveir heitir pottar eru á 2. hæðinni ásamt gufubaði, nuddherbergi, sjúkraherbergi og jógasal. Keppnisfólkið notar ísbaðið mikið eða skellir sér í pottana eftir æfingar.

Þessi aðstaða er tilvalin fyrir félög sem langar að fara með liðin sín í æfingaferð á sumrin. Allt á sama punktinum.

Ég var búinn að nefna sundlaugina og ræktina í þessum pistlum mínum sem gera þetta svæði nánast fullkomið.

Kveðja, Benedikt Guðmundsson 
íbúi í Þorlákshöfn