Svekkjandi jafntefli í Ólafsfirði

aegir_kf_01
Ægismenn hita upp fyrir leikinn. Mynd / aegirfc.is

Ægismenn þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn liði KF í Ólafsfirði í gær eftir að hafa leitt allan leikinn.

Ægir komst yfir eftir vítaspyrnu á 20. mínútu þegar Ágúst Freyr skoraði eftir að brotið hafði verið á Þorkel. Þorkell kom síðan Ægismönnum í 0-2 eftir flott skallamarkt á 37. mínútu leiksins og Ægir í vænlegri stöðu þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik.

Á 63. mínútu fékk Jóhann Óli sitt annað gula spjald og Ægismenn léku því einum færri það sem eftir var.

Eftir að hafa varist vel eftir rauða spjaldið kom þó mark frá heimamönnum á 84. mínútu og staðan orðin 1-2 og allt leit út fyrir góðan sigur Ægis. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fengu KF ódýra vítaspyrnu og jöfnuðu leikinn 2-2.

Svekkjandi úrslit eftir góðan leik Ægismanna í Ólafsfirði en næsti leikur Ægis er heimaleikur gegn Huginn sunnudaginn 22. júní.