Ægir mætir KF á Ólafsfirði

Þorkell nýstúdent verður í eldlínunni í kvöld
Þorkell nýstúdent verður í eldlínunni í kvöld

Ægismenn eru nú staddir á Ólafsfirði, þar mæta þeir liði KF í kvöld. Leikurinn er liður í 6.umferð deildarinnar.

Ægir er sem stendur í 9.sæti með 6 stig og KF í 8.sæti með 7 stig. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum 1-0 í síðustu umferð, Ægir fyrir Gróttu og KF fyrir ÍR.

Þessi lið mættust fyrr í vetur í lengjubikarnum og hafði Ægir þá betur 1-2 með mörkum frá Þorkeli Þráinssyni og Daníel Rögnvaldssyni.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Ólafsfirði í kvöld.

Áfram Ægir!