Áskorun Benedikts – Dagur 9

tjaldstæði2Kostir Þorlákshafnar (9/10)

Fyrir þá sem hafa hug á að heimsækja Þorlákshöfn þá er hérna flott tjaldstæði við hliðina á sundlauginni í hjarta bæjarins. Svo er líka gistiheimili fyrir svona fólk eins og mig sem er ekki mikið fyrir að vera í tjaldi eða á ekki tjaldvagn.

Jonna Guesthouse sér vel um gesti sína og ég hika ekki við að mæla með þeim feðgum sem þar ráða ríkjum.

benni01Það þarf enginn að hafa áhyggjur af að vera svangur í Þorlákshöfn. Hér er að sjálfsögðu verslun ef fólk vill kaupa sér í matinn. Þá eru þrír matsölustaðir. Bæði Svarti Sauðurinn og Meitillinn eru með landsliðskaliber kokka sem alda af ástríðu og kunna sitt fag. Síðan er bensínstöðin með grill.

Ég var áður búinn að koma inn á kaffihúsið Hendur í Höfn sem er einstakt.

Þá er möst að kíkja í Frallasjoppu. Ég man alltaf þegar ég var að koma í Þorlákshöfn áður fyrr með hóp ungra drengja á landsliðsæfingar hvað sjoppan hjá Fralla vakti alltaf mikla athygli. Hvað ætli King Fralli hafi oft reddað manni með eitthvað, en hann er með alls konar í sinni sjoppu/verslun.

Kveðja, Benedikt Guðmundsson 
íbúi í Þorlákshöfn