Fundur fyrir ungt fólk í Versölum

Mánudaginn 10. nóvember stendur Æskulýðsvettvangurinn fyrir fundi með ungu fólki og þeim sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu. Fundurinn fer fram í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss og stendur frá kl. 18.00 – 20.30.

Viðfangsefni fundarins er skipt upp í fjóra flokka, menntun, íþróttir og æskulýðsmál, samfélagið mitt og listir og menning. Fundarformið skiptist upp í fjórar 20 mínútna lotur. Allir þátttakendur fá að koma sínum skoðunum á framfæri í öllum flokkunum.

Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Ragnheiði í síma 568 – 2929 eða á ragnheidur@aeskulydsvettvangurinn.is. Allt ungt fólk er velkomið og er þátttaka ókeypis. Léttar veitingar í boði.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook.