Þór fær Snæfell í heimsókn

gretar01Í kvöld fer fram stórleikur í Dominos deildinni í körfubolta þar sem Þór tekur á móti Snæfell í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Liðin hafa jafn mörg stig í deildinni eftir 4 umferðir og er því þessi leikur mjög mikilvægur fyrir bæði lið.

Leikurinn hefst eins og vanalega klukkan 19:15 og skiptir stuðningur úr stúkunni alltaf miklu máli.