Rafrænar íbúakosningar í Ölfusi

ráðhúsið2Sveitarfélagið Ölfus mun að öllum líkindum taka þátt í tilraunaverkefni Þjóðskrá með rafrænar íbúakosningar og yrði sveitarfélagið þar með það fyrsta til að taka þátt í rafrænum kosningum sem þessum. Í kosningunum er stefnan á að kanna vilja íbúa Ölfuss til sameiningar við önnur sveitarfélög. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 6. nóvember sl.

Eftirfarandi tillaga bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir þátttöku Sveitarfélagsins Ölfuss í tilraunaverkefni Þjóðskrár með rafrænar íbúakosningar, þar sem kannaður yrði m.a. vilji íbúa Sveitarfélagsins Ölfuss til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög eitt eða fleiri. Niðurstöður verði ráðgefandi fyrir bæjarstjórn við frekari umfjöllun um málið“.

Nánari upplýsingar um tilraunaverkefnið má nálgast hér.