Jón Guðni bestur hjá Sundsvall

jon_gudni01
Mynd / Facebook síða GIF Sundsvall

Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson var í dag kjörinn fótboltamaður ársins hjá liði sínu GIF Sundsvall í Svíþjóð.

Jón Guðni átti frábært tímabil í ár og var lykilmaður í liði Sundsvall sem tryggði sér sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili.

Einnig var hann bestur að mati fréttablaðsins Sundsvalls Tidn­ing. Blaðið gerði úttekt þar sem leikmönnum Sundsvall var gefin einkun fyrir frammistöðuna á tímabilinu og fékk Jón Guðni þar hæstu meðaleinkun.

Frábær árangur hjá Þorlákshafnarbúanum sem mun án efa láta finna fyrir sér í sænsku úrvalsdeildinni á næsta ári.