Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus hefst í lok næsta árs

SuðurlandsvegurÍ gær var birt á vef Alþingis samgönguáætlun til næstu fjögurra ár. Samkvæmt henni er lagt til að gerður verði „2+1 vegur með aðskildum akbrautum með vegriði og planvegamótum á kaflanum milli Selfoss og Hveragerðis. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 2017 og þeim ljúki á 2. tímabili væntanlegrar langtímaáætlunar.“

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að vegurinn um Ölfus verði ekki 2+2 eins og gert hafði verið ráð fyrir heldur verður vegurinn 2+1. Ólöf lagði einnig áherslu á að vegaframkvæmd á þessum kafla séu afar mikilvæg framkvæmd sem mun skipta verulegu máli.