Tónleikar með hljómsveitinni Mógil

MógilHljómsveitin Mógil er að gefa út nýjan geisladisk sem heitir Korriró. Af því tilefni ætlar hún að halda tónleika í Versölum, Ráðhúsinu í Þorlákshöfn þann 11. ágúst klukkan 20:00.  Hljómsveitina skipa þau Heiða Árnadóttir söngur, Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla, Hilmar Jensson rafgítar, Eiríkur Orri Ólafsson trompet og Joachim Badenhorst klarinett.

Tónlistin er samin af hljómsveitarmeðlimum og textar eftir Vilborgu Dagbjartsdóttir, Hannes Pétursson, Heiðu Árnadóttur og Árna Ísaksson.

Mógil hefur farið nokkrum sinnum í tónleikarferðir um Ísland, Belgíu, Holland, Svíþjóð og Danmörku. Hún hefur spilað á ýmsum tónlistarhátíðum m.a. á Djasshátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Þjóðlagahátiðinni á Siglufirði og á WOMEX heimstónlistarhátiðinni.

Hljómsveitin hefur gefið út diskanna „Ró“ 2008 og „Í stillunni hljómar“ 2011. Báðir diskarnir hafa fengið góða dóma bæði hérlendis og erlendis.