Viðrar vel fyrir innanfélagsmót GÞ í kvöld

golfvöllur2Golfklúbbur Þorlákshafnar heldur innanfélagsmót á Þorláksvelli í dag, þriðjudaginn 11. ágúst.

Leikið verður eftir Texas Scramble fyrirkomulaginu þar sem lágforgjafa og háforgjafa spila saman í liði.

Mótanefnd GÞ hvetur alla til að mæta en veðurspáin lofar góðu í Þorlákshöfn í kvöld. Keppnisgjald er 1.000 krónur og er mæting kl 18 í golfskálann.