Persónukjör og rafræn kosning í Svítunni

svitan01Í gær var kosið í unglingaráð Svítunnar en hlutverk ráðsins er að skipuleggja og halda utan um viðburði í félagsmiðstöðinni í vetur.

Í unglingaráði sitja fimm einstaklingar úr 8.-10. bekk og gátu allir á þeim aldri boðið sig fram en alls buðu  14 ungmenni sig fram í ár.

Þar sem einungis fimm sæti voru í boði var efnt til kosninga. Kosið var með rafrænum hætti og var notast við persónukjör og kynjakvóta. Á kjörskrá voru 83 einstaklingar eða allir þeir sem eru í 8.-10. bekk í sveitarfélaginu og var kosningaþátttaka um 44%.

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í unglingaráð Svítunnar 2015-2016:

Adam Freyr Gunnarsson, formaður

Þórey Katla Brynjarsdóttir

Þröstur Ægir Þorsteinsson

Annabella Arndal Erlingsdóttir

Haukur Castaldo Jóhannesson