Félagsmiðstöð fyrir 16 ára og eldri

SvítanSeinasta haust var haldið Ungmennaþing í Ölfusi þar sem öllum  ungmennum í Ölfusi gafst tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri. Margar góðar hugmyndir komu þar fram og ein af þeim var að hafa félagsmiðstöðina opna fyrir 16 ára og eldri.

Töldu fundarmenn mikilvægt að fjölga afþreyingarmöguleikum fyrir þennan aldur þar sem mjög lítið er í boði fyrir 16-18 ára ungmenni.

Ungmennaráð Ölfuss hefur tekið þetta fyrir nokkrum sinnum seinustu ár og nú hefur verið ákveðið að reyna að hafa nokkur opin kvöld í vetur fyrir þennan aldur. Fyrsta opna kvöldið verður fimmtudaginn 10. september nk. kl. 20:00 og verður farið í Fifamót og að sjálfsögðu verður billard, borðtennis og fleira í boði.