Varað við stormi í nótt

ovedur01Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér stormviðvörum á suður- og vesturlandi í nótt.

Reikna má með meðalvindi allt að 25 m/s í kringum miðnætti og þar til í fyrramálið. Vindhviður geta náð yfir 35 m/s á þessu tímabili.

Það er því vel við hæfi að fólk hugi að lausum hlutum í görðum sínum eins og t.d. garðhúsgögnum, grillum og trampólínum.