Sveitarfélagið kaupir „Rásarhúsið“

ras01Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti fyrr í dag að festa kaup á Selvogsbraut 4 sem áður hýsti Verslunina Rás.

Mun sveitarfélagið „leita eftir áhugaverðri starfsemi í húsið sem ætlað er að styðja við atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu og þá sér í lagi á sviði þjónustu við ferðamenn“ segir í fundargerð bæjarráðs en ekki kemur fram hvert kaupverðið er.

Einnig verður horft til þess að tryggja að ásýnd og umhverfi þessarar eignar verði í lagi enda eignin staðsett við fjölförnustu götu bæjarins.