Beggubakstur: Snickerskaka

beggubakstur_hausHér er mjög góð kaka fyrir þá sem elska Snickers súkkulaði og salthnetur. Ég hvet ykkur til þess að prófa að gera þessa köku um helgina! Hún er enn betri með þeyttum rjóma og ískaldri mjólk 🙂

 

Beggubakstur Snickerskaka2Snickerskaka

Botnar:

• 7 eggjahvítur
• 1 ½ bolli sykur
• 240 g grófsaxaðar salthnetur
• 25 stk. grófsöxuð ritzkex
• 2 tsk lyftiduft

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og bætt sykrinum smátt og smátt saman við. Hneturnar og ritzkexið er grófsaxað (ég set hneturnar og kexið í poka og lem aðeins með hamri) og lyftiduftið blandað saman við. Í lokin er kexblöndunni blandað varlega saman við eggjahvíturnar með sleif.

Blandan er sett í tvö lausbotna form með smurðum álpappír í. Botnarnir er bakaðir í 45 mínútur við 150°C (blástur).

Súkkulaðikrem:

• 100 g suðusúkkulaði
• 150 g rjómasúkkulaði
• 230 g smjörlíki
• 7 eggjarauður
• 2 dl flórsykur

Beggubakstur SnickerskakaSúkkulaðið og smjörlíkið er brætt í vatnsbaði. Eggjarauðurnar eru þeyttar ásamt flórsykrinum þar til blandan verður orðin ljós. Þegar súkkulaðiblandan er orðin volg er henni hrært saman við eggjarauðurnar. Kremið er kælt um stund í ísskáp og síðan smurt á milli botna og ofaná kökuna.

Súkkulaðibráð og hnetur:

• 40 g grófsaxaðar salthnetur
• 150 g snickers súkkulaði
• 30 ml rjómi

Grófsöxuðum salthnetum er stráð ofaná kökuna. Snickers súkkulaðið er skorið niður í bita og brætt ásamt rjómanum. Að lokum er snickersbráðinni slett á toppinn.

Kakan geymist best í ísskáp.

Njótið! 🙂
Berglind Eva Markúsdóttir

Við viljum svo benda áhugasömum á heimasíðu Berglindar Evu sem ber heitið Beggubakstur.